HANDUNNIN BORÐSTOFUBORÐ

HANDUNNIN BORÐSTOFUBORÐ

Fallegt borðstofuborð er kjarni heimilisins. Það er stofustáss sem mest fer fyrir á heimilinu. Það skiptir miklu máli að vandað sé til verka og að borðið fari vel þar sem því hefur verið valinn staður.

JAX HANDVERK borðstofuborðin eru úr eik, furu eða öðru því efni sem óskað er eftir. Þau geta komið olíuborin eða sérstaklega máluð eftir ósk hvers og eins.

Þau borð sem eru olíuborin eru meðhöndluð sérstaklega, á „gamla mátann“, með fimm umferðum af sérvalinni olíu sem gefur þeim sérstöðu og glæsileika.

Borðin er hægt að fá í mismunandi stærðum, efnum og breidd og lengd. Vertu í sambandi við okkur og sjáum hvað við getum gert fyrir þig.

Með hverju borði fylgir gleði og blessun fyrir alla þá sem við það sitja og þær veigar sem á því verða bornar fram.

Engar vörur í vöruflokki