Borðplatan er sérsmíðuð úr gegnheilli eik, hnotu eða mahoní. Borðið er fínpússað, olíuborið eða handmálað með vandaðri málningu sem gefur fallega og sterka áferð. Viðaræðar sjást í gegn, sem gefur borðinu líf og glæsileika.
Það sést að þetta er ekta sérsmíðað viðarborð. Borðfætur eru úr máluðu svörtu járni. Ath: Mögulegt er að fá sérsmíðaðar viðarfætur.
Hægt er að fá "Lötu Lísu“ (Lazy Susan), snúningsplötu á miðju borðsins, sem eykur á stemmingu og notagildi. Auðvelt er að taka snúningsplötuna af borðinu sjálfu, því hún er ekki föst við borðið sjálft. Borðið tekur 6 til 8 vikur i framleiðslu.
Vinsamlega hafið samband ef það eru einhverjar séróskir við framleiðsluna.