Matera borðstofuborð - 10 manna - 200 til 240 cm x 100 cm

349.000 kr
VSK
Stærð:
200 cm
220 cm
240 cm
Áferð:
Olíuborið
Málað / Lakkað

Borðplatan er úr innfluttri, gegnheilli eik með ójöfnum köntum.  Það gefur borðinu lifandi yfirbragð.  Borðplatan er meðhöndluð sérstaklega með olíu á vinnustofunni fyrir hvert einstakt borð. Eikin í þessu borði er sérlega þétt og þar af leiðandi þung og sterk.

Platan sjálf hefur verið meðhöndluð með níðsterku epoxy og fengið sérstaka meðferð með „gamaldags“ viðarolíu. Samtals fær borðið sex umferðir af olíu, fær að þorna á milli umferða og er meðhöndlað með fínum sandpappír. Þannig verður viðurinn mettur og reiðubúinn til að takast á við fjölskyldulíf á nýju og fallegu heimili.

Hægt er að fá borðið svartmálað og lakkað.

ATH:  Hægt er að fá sömu plötu með mismunandi járnfótum.