Cardassi 10 manna borðstofuborð - 220-260 cm x 105 cm

449.000 kr
VSK
Stærð:
200cm
220cm
240cm
Áferð:
Olíuborið
Málað / Lakkað

Hvert borð er handunnið af alúð og nákvæmni úr sérvalinni, gegnheilli eik sem hefur verið meðhöndluð sérstaklega. Eikarfjalirnar eru fyrst grófunnar, síðan heflaðar og límdar saman til að fá sérstaka áferð.

Sérstaklega er tekið tillit til þess við samsetningu að áferð borðplötunnar sé lifandi og falleg og því er sérvalinn viður sem sýnir sína náttúrulegu hlið. Það gefur borðinu karakter og sérstöðu.

Borðið fær sérstaka olíumeðferð með „gamaldags“ viðarolíu. Samtals fær borðið sex umferðir af olíu, fær að þorna á milli umferða og er meðhöndlað með fínum sandpappír. Þannig verður viðurinn mettur og reiðubúinn til að takast á við fjölskyldulíf á nýju, fallegu heimili. Borðið kemur með svartmáluðum stálfótum.

ATH:  Hægt er að fá sömu plötur með mismunandi járnfótum.