HOLLYWOOD

129.900 kr
VSK
Efni:
Lerki / Askur
Eik

HOLLYWOOD stóllinn frá JAX HANDVERK er hugsaður fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig á pallinum eða í garðinum.  Hann sækir útlit sitt til kvikmyndaborgarinnar þar sem stjörnurnar glitra.

Þetta er stóllinn sem gott er að láta fara vel um sig á fallegum sólardögum, lesa góða bók og njóta samveru við fjölskyldu og vini.  Áhersla er lögð á mikil þægindi og stílhreina hönnun auk styrkleika og mikillar endingar.

Ekki þarf að taka það fram að HOLLYWOOD stóllinn þolir allar íslenskar árstíðir og elskar að vera úti. Hann er unnin úr húsþurrkaðri hvítri furu, lerki eða eik.

VIÐARTEGUNDIR

LERKI, er sterkt og stökt efni sem hefur mikla endingu, þyngd og styrk.  Margir velja að bera jafnvel ekkert á lerkið og leyfa því að grána.  Olía er alltaf góð fyrir við og tryggir langa endingu.  Ending lerkis er mælt í tugum ára ef því er vel viðhaldið.

EIK, er klassískur viður í húsgögn, bæði inni og úti. Gríðarlega sterkur viður en um leið mýkri en t.d. lerki. Ending Eikar er á pari við við Lerki og hefur fallega áferð.  Jafnan er talið að Eik sé það lang besta sem hægt er að hafa í húsgögnum.

HOLLYWOOD er framleiddur eingöngu fyrir þá kjósa vandaða og handunna hluti. Hver stóll er sérstaklega settur saman fyrir nýan eiganda. Hann passar einstaklega vel við borðin ÞORPARANN og MANDALA, sem eru bæði falleg og sterkt útiborð og frá JAX HANDVERK.

ATH: Stóllinn er afhentur ómálaður og tilbúinn til litunar og olíu.  Hann má vera úti allt árið um kring en mælt er með amk einni glærri olíuáferð á ári til að tryggja endingu.

Hægt er að fá sessur eins og sýndar eru með vatnsfráhrindandi áklæði.  Boðið er upp á þrjá mismunandi liti sem sýndir eru hér til hliðar. Verð kr. 38.400 per stól.

SMELLTU HÉR til að kaupa sessur fyrir þennan stól.

Ef þetta áklæði hentar ekki, er hægt að skoða úrval og fjölda lita hjá GÁ Húsgögnum í Ármúla 19 - www.gahusgogn.is.  ATH: Verð á sessum í öðru efni en hér kemur fram getur verið annað.

Stóllinn á myndinni er "tusku-bæsaður" með grárri pallaolíu frá Slippfélaginu.  Litanúmer 8000-N.  ATH: Stóllinn er afhentur ómálaður og tilbúinn til litunar og olíu.

Með hverjum stól fylgja 5 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem í honum sitja.

Translation missing: en.general.back_to_top