Um okkur

Allt byrjaði þetta fyrir einskæra tilviljun....

jax-tumi-fru.jpg

Við hjónin vildum finna útihúsgögn sem við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af. Búin að eiga allskonar dót sem þoldi illa íslensk veður, upplitaðist, skemmdist yfir veturinn og ekki síst, tók pláss í geymslunni ef nauðsynlegt var að geyma inni. Ég var settur í að smíða útiborð og bekki sem gætu verið úti allt árið, þyrftu lítið viðhald, og þannig úr garði gerð að engin myndi nenna að stela þeim! 

Úr varð að verkfærataskan var sótt og smíðað var eitt sett, útiborð- og bekkir, stílhreint og sterkt - fyrsti Þorparinn fæddist. Þetta sett er núna búið að vera úti á palli í sjö ár - sjö heila vetur- og það sér ekki á því og betra en nýtt, ef eitthvað er.

Nú hefur það veðrast og er það rétt að byrja á að fá karakter. Af einhverjum ástæðum voru margir sem tóku eftir þessu verkefni okkar og hafa beðið um að fá alveg eins útiborð og bekki. Sennilega af því að reynsla þeirra er ekki ósvipuð og okkar af allskonar dóti sem þolir ekki íslenskar árstíðir.

Hvert sett er sérstakt og það er aldrei til á lager, því hvert sett hefur sinn eigin karakter og stíl og ekkert sett er eins. Þetta er mitt yoga eða hugleiðsla, frá hefðbundnum verkefnum dagsins að smíða fyrir vini mína.

Það sem gerir þetta svona skemmtilegt er gleðin við að fá að skapa eitthvað einstakt, fyrir fólk sem veit hvað það er að biðja um. Fólk sem gerir kröfu um að hafa fallega handsmíðaða hluti í kringum sig sem geisla af styrk og sérstöðu.

Við erum glöð og þakklát fyrir hvað fólk er ánægt með borðin sín og bekkina, það eru launin í enda dags.

Jón Axel og María

JH Vinnustofa ehf - Súðarvogi 50 - 104 Reykjavík - Ísland - pantanir@jaxhandverk.is - 699 2000 - Kt. 580172 0249 - VSK nr. 08770 - Banki 515-26-8723

Translation missing: en.general.back_to_top