JAX HANDVERK framleiðir íslensk handgerð garðhúsgögn, úti stóla, borðstofuborð og gjafavörur. Þorparinn er vinsælasta útiborðið og hægt að fá í mörgum stærðum og gerðum. Fura og lerki er algengasta efnið sem notað er í útihúsgögnin enda eru þau sterk og endingargóð. JAX HANDVERK framleiðir einnig eldhúsbretti.

  VINSÆLASTA ELDSTÆÐI Á ÍSLANDI

  BÚBBLAN ER STÍLHREIN OG STERK - EINSTÖK OG FALLEGA HÖNNUÐ

  SKOÐA NÁNAR
  AÐ VELJA GERÐ OG EFNI

  AÐ VELJA GERÐ OG EFNI

  Þegar kemur að því að velja á milli mismunandi tegunda, þarf að hafa í huga notagildi, umhverfi og stíl.

  Efnið er einnig mikilvægt, það hefur mismunandi styrkleika og endingu. Hægt er að fá öll húsgögn úr furu og lerki.

  Smelltu hér til að lesa um val á viðartegund, mismunandi gerðir og viðarvörn.

  BÚBBLAN

  BÚBBLAN

  Hönnuð af hinum franska Christophe Ployé. Það er notalegt að sitja á síðkvöldi við snarkið í eldinum og finna hlýjuna í fallegu umhverfi.

  Þessi einstaka og fallega franska hönnun kemur með vinalega stemningu að sumri jafnt sem vetri.

  Hún nýtur sín vel í garði, á palli og tekur vel á móti gestum fyrir framan fallegt heimili.

  Skoða nánar

  STÍLHREIN HEIMILI

  STÍLHREIN HEIMILI

  Stílhrein heimili endurspegla hamingju og gleði. Hver hlutur á sinn stað og hefur sérstaklega verið valinn til að fullkomna heildarmyndina.

  Hvort sem er um að ræða inni- eða útihúsgögn þá skiptir máli að vanda valið og gefa sér góðan tíma til að velja það besta.

  VERKSTÆÐIÐ

  VERKSTÆÐIÐ

  Afinn, Jón Hannesson, var afkastamikill byggingameistari hér á árum áður og JAX HANDVERK byrjaði á vinnustofunni hans.

  Í fyrstu voru verkfærin hans nýtt við framleiðsluna, en þau voru flest komin til ára sinna þegar ævintýrið hófst. Þau skiluðu hlutverki sínu af af öryggi og mikilli reynslu.

  Nú er gamla verkstæðið búið nýjum tækjum og öllum þeim búnaði sem eitt verkstæði þarf á að halda til að skila af sér fjölbreyttum og fallegum húsgögnum.

  Búbblan er falleg og mjúk

  Sjá Video

  FRÉTTASTOFAN