Vöruflokkar

Morsö Pizzaofninn með snúningsdisknum
MORSÖ SPIN er 16" pizzaofn með snúningsdisk. Það tryggir jafna og betri bökun. Það tekur ekki nema eina mínútu að baka á einfaldan hátt, fullkomna ítalska pizzu.
SPIN PIZZAOFNINN hitar með gasi en snúningurinn er knúinn með rafmagni. Það er mjög einfalt að setja pizzudeig með áleggi sett inn í ofninn og eftir aðeins eina mínútu er sjóðheit pizza tilbúin, fullkomlega jafn bökuð allan hringinn.
MORSÖ SPIN nær háum hita sem er ákjósanlegur fyrir pizzubakstur. Hitinn í ofninum nær 400°C á nokkrum mínútum.
MORSÖ SPIN er úr fallega formuðu áli og neðri hlutinn úr sterku nylon efni. Hægt er að baka allt að 16" pizzu í ofninum því snúningsdiskurinn er 40 cm í þvermál.

Focus eldstæði
Uppgötvaðu heim Focus eldstæða
Úr einfaldri teikningu tekur Focus-arinn á sig mynd. Undirritaðar af Dominique Imbert. Hvernig eru þeir smíðaðir? Hverjir eru sérfræðingarnir sem hanna og skapa þá? Í 50 ár hefur Focus mótað fullkomið jafnvægi milli sköpunar og strangra tæknilegra staðla.
Focus býður þér að kynnast sínum einstaka heimi, allt frá hugmyndinni í upphafi, í gegnum skrifstofur fyrirtækisins og til framleiðsluverkstæðisins, þar sem handverkið fær að njóta sín til fulls. Járnsmiðir Focus sérsmíða vern arinn og eldofn, sem gerir hvert einasta eintak einstakt. Með sínum höndum gefa þeir hönnun og rannsóknum líf og umbreyta hinu óáþreifanlega í eitthvað raunverulegt.
Tryggðu þér Búbblu fyrir sumarið
Vinsældir Búbblunnar gera það að verkum að við fáum takmarkað magn. Tryggðu þér Búbblu fyrir sumarið og pantaðu þína í dag eða gangtu frá kaupum

Sterk útieldhús?
Við erum með útieldhús sem þola öll íslensk veður
JAX HANDVERK getur nú í samvinnu við Fogher á Ítalíu og Logstrup í Danmörku, boðið upp á útieldhús í fjölmörgum útfærslum og litum.
Eldhúsin eru sterk, unnin úr stáli með litaðri pólýhúð. Ryðfrítt stál tryggir langa endingu og styrk auk þess sem litur og borðplötur breytast ekki með tímanum. Eldhúsin þola öll íslensk veður.
Athugið að afgreiðslufrestur getur verið allt að tveir mánuðir, þannig að það borgar sig að skipuleggja sig með góðum fyrirvara.
JAX HANDVERK
Við hjá JAX HANDVERK trúum því að vel hannað rými endurspegli lífsstíl þinn. Fyrir þá sem vilja vandaðar vörur og gera kröfur um gæði, þá er markmið okkar að bjóða aðeins hágæða og nýstárlegar lausnir sem sameina þægindi, stíl og virkni.
Frá glæsilegum sterkum útihúsgögnum sem vilja vera úti allt árið um kring, til vandaðra arna og eldunartækja – bjóðum fjölbreytt úrval af vörum sem eru hannaðar til að auðga daglegt líf. Hver hlutur er vandlega valinn með endingu, vandað handverk og tímalausa hönnun í huga, þannig að hann uppfylli ströngustu kröfur um gæði og fagurfræði.
Skuldbinding okkar við sjálfbærni og nútímalegan lífsstíl knýr okkur til að bjóða upp á lausnir sem eru ekki aðeins fallegar heldur einnig umhverfisvænar. Hvort sem þú ert að skapa notalegan stað innandyra eða hvetjandi útisvæði, þá gerir JAX HANDVERK framtíðarsýn þína að veruleika.
Vertu með okkur í að umbreyta rýmum og fagna listinni að njóta lífsins.
Íslenskt framleiðsla
Sterk íslensk útiborð
Guðfaðirinn - Allt að 5 metrar og fyrir 22 í mat!

HANDUNNINN Á ÍSLANDI
Hönnun og samsetning allra húsgagna okkar miðast við tvö mikilvæg atriði: Að vera sterkt og hæfilega þung til að þola öll íslenskt veður. Þau eru öll unnin á íslandi sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin. Ekki fjöldaframleidd eða verksmiðjuframleidd. Hver vara er smíðuð sérstaklega í höndunum.
Við segjum: Leyfið húsgögnunum okkar að vera úti allt árið um kring. Þau þola það vel!
Fréttir frá JAX HANDVERK
SUMARKVÖLD 2025 HJÁ JAX HANDVERK HEPPNAST FRÁBÆRLEGA
Búbblan fæst á gamla verðinu ef pantað er fyrir 1. mars