









































ÞORPARINN
ÞORPARINN – Tímalaus klassík frá JAX Handverk
ÞORPARINN er vinsælasta útiborðið okkar – og það er ekkert skrýtið! Það er sterkt, stílhreint og smíðað fyrir íslenskar aðstæður. Tveir bekkir fylgja að sjálfsögðu með – því borð og bekkir passa vel saman.
Stóllinn Birta frá JAX Handverk passar einnig fullkomlega við Þorparann till beggja enda eða í stað bekkja.
Úti allt árið – ekkert mál!
ÞORPARINN er hannaður til að þola íslenskt veðurfar og má – og á – að vera úti allt árið. Með því að bera reglulega olíu á Þorparann (mælt er með að bera einhverja olíu einu sinni á ári) heldur hann fegurð sinni og styrk í mörg ár.
Handsmíðað með þig í huga
Hvert sett er sérsmíðað eftir pöntun – fyrir þig sérstaklega og fyrir þitt rými.
Venjulegur afgreiðslutími er 7–10 dagar. Ef þú vilt breyta stærð eða aðlaga fyrir sumarhúsið, pallinn eða veröndina – þá björgum við því!
Afhending
Lerki borðið kemur ómálað og tilbúið til litunar eða olíu. Eikar borðin koma með einni olíuáferð. Ath: hún dugar ekki fyrir veturinn og þarf að vernda eikina betur.
ÞORPARINN er meira en bara borð. Hann er miðpunktur samverunnar – hvort sem er í sól og sumaryl eða með heitt kakó í haustlægð.
Með hverjum Þorpara fylgja 10 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem við borðið nýtur. Sólardagana þarf að taka út milli 1. júní og 31. ágúst ár hvert.
Sterkt, stílhreint og smíðað til að endast.
-
Stærð: 220/260/300 cm á lengd x 90-100 cm á breidd
-
Bekkir: Jafnlangir og um 35 cm á breidd
-
Efni: Húsþurrkað lerki eða eik – bæði endingargott og náttúrulegt efni
-
Þyngd:
-
Lerkisettið: ca. 100 til 150kg
-
Eikarsettið: ca. 100 til 200kg
Þetta er ekki borð sem fýkur eða titrar við fyrstu vindhviðu!
-

ÞORPARINN
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur. Við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er, innan 24 klukkustunda á virkum dögum.
Hafðu samband