MANDALA, eða ítalska settið var hannað 2018 og kom fyrst á markað sumarið 2020. Ástæða þess að við köllum það MANDALA er vegna þess að það á uppruna sinn frá fjöllum norður Ítalíu þar sem fólk hefur sótt í kyrrð og fegurð, einfaldleika og smekklega hönnun í aldir.
Borðið og bekkirnir hafa mjúkar og einfaldar línur sem taka ekki frá umhverfinu og það er sett saman á þann hátt að útlit þess verður sérlega aðlaðandi fyrir einfaldleika.
Staðalútgáfa borðsins er 2,20m x ca 1.00cm og bekkirnir eru jafn langir og ca 30cm breiðir. Borðið er unnið úr húsþurrkaðri ljósri, grænni furu eða lerki.
Í öllum einfaldleika sínum er þetta borð flókið í samsetningu og tímafrekt í vinnu. Það er ekki til á lager og einungis framleitt fyrir þá sem vilja eiga vandaða og stílhreina, handunna hluti. Hvert borð er sérstaklega gert fyrir hvern nýjan eiganda og tekur smíðin venjulega u.þ.b. 10 til 20 daga í framleiðslu.
Fyrir nánari upplýsingar um verð og afhendingu á lerkiborðum og bekkjum er best að senda tölvupóst á pantanir@jaxhandverk.is eða hringja í 699 2000.
ATH: Borðið er afhent ómálað og tilbúið til litunar og olíu. Það má vera úti allt árið um kring en mælt er með amk einni glærri olíuáferð á ári til að tryggja endingu.
Með hverju borði fylgja 10 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem við borðið nýtur.