















Guðfaðirinn - Allt að 5 metrar og fyrir 22 í mat!
GUÐFAÐIRINN – Borð fyrir stórar stundir
GUÐFAÐIRINN er nýjasta útiborðið frá JAX Handverk – kraftmikið, einstakt og hannað fyrir fólk sem vill það besta og stærsta. Hægt er að fá borðið með eða án bekkja, allt eftir þínum þörfum.
Efni og smíði
Borðið er smíðað úr hnausþykku Oregon Pine – sem er ein fallegasta og sterkasta viðartegund sem völ er á. Þetta er viður sem er iðulega notaður í hurðir, glugga og önnur smíði sem þarf að þola álag og eldast vel.
Fæturnir eru úr 4 mm stálprófílum, málaðir svartir með endingargóðri pólýhúð. Sterkir, stílhreinir og gerðir til að endast.
Fyrir íslenskt veðurfar
GUÐFAÐIRINN er hannaður til að standa úti allt árið – og láta veðrið ekki stjórna sér. Þyngd borðsins tryggir að það helst kyrrt jafnvel í hvassviðri. Léttasta útfærslan vegur um 150-200 kg, en það stærsta fer yfir 300-350 kg. Þetta er borð sem fer hvergi nema þú viljir það sjálf/ur.
Einungis sérsmíðað – ekkert lagerborð
GUÐFAÐIRINN er ekki til á lager og er eingöngu smíðaður eftir pöntun. Vegna umfangsins er afgreiðslufrestur lengri en venja er hjá JAX Handverk. Hafðu samband í síma 680 6000 til að fá nánari upplýsingar, verð og tímaramma.
Rými fyrir alla – og meira til
Allt að 22 manns geta setið við Guðföðurinn í einu. Þetta er borð fyrir stærri fjölskyldur, hótel, veiðihús, félagsheimili – eða einfaldlega þá sem vilja hafa gaman, borða vel og njóta góðra samverustunda.
Útlit og áferð
Borðið kemur fúavarið með glærri viðarvörn. Fæturnir eru pólýhúðaðir svartir, sem gefur bæði fágað útlit og endingu.
Með hverjum Guðföður fylgja 25 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem við borðið nýtur.
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur. Við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er, innan 24 klukkustunda á virkum dögum.
Hafðu samband