Sumarkvöld 2025 hjá JAX HANDVERK reyndist einstök og eftirminnileg upplifun fyrir alla gesti. Viðburðurinn, sem haldinn var 16. janúar s.l. og komu um 150 manns að kynna sér hönnun, húsgögn og útieldhús fyrir sumarið og að fá innblástur fyrir útirýmið sitt.
Á staðnum voru landslagsarkitektarnir Björn og Albert frá Urban Beat, sem gáfu fólki hugmyndir og kynntu fyrir fólki möguleikana. Gestir fengu tækifæri til að hitta þá og njóta hressandi tóna meðan þeir kynntu sér glæsileg útihúsgögn og útieldhús frá JAX HANDVERK. Sérfræðingar okkar voru á staðnum til að svara spurningum og veita ráðgjöf um hvernig best sé að skapa fullkomið útisvæði fyrir íslenskt sumar.
Viðtökurnar voru framar björtustu vonum, og í ljósi þess hversu vel tókst til er stefnan sett á að halda fleiri slíka viðburði fram á vor. Við hlökkum til að bjóða gesti aftur velkomna til að fá innblástur, njóta góðs félagsskapar og upplifa gæðin sem JAX HANDVERK hefur upp á að bjóða.

- by Jon Axel Olafsson
SUMARKVÖLD 2025 HJÁ JAX HANDVERK HEPPNAST FRÁBÆRLEGA
- by Jon Axel Olafsson
Share:
Búbblan fæst á gamla verðinu ef pantað er fyrir 1. mars