Vöruflokkur

FOCUS útieldstæði og útigrill

FOCUS útieldstæði og útigrill

JAX HANDVERK er umboðsaðili fyrir hið virta fyrirtæki Focus, sem framleitt hefur eldstæði í yfir 50 ár. Frá Focus kemur Búbblan og fjöldi annarra glæsilegra eldstæða og útigrilla. 
HANDUNNIN BORÐSTOFUBORÐ

HANDUNNIN BORÐSTOFUBORÐ

Fallegt borðstofuborð er kjarni heimilisins. Það er stofustáss sem mest fer fyrir á heimilinu. Það skiptir miklu máli að vandað sé til verka og að borðið fari vel þar sem því hefur verið valinn staður.

JAX HANDVERK borðstofuborðin eru úr eik, furu eða öðru því efni sem óskað er eftir. Þau geta komið olíuborin eða sérstaklega máluð eftir ósk hvers og eins.

Þau borð sem eru olíuborin eru meðhöndluð sérstaklega, á „gamla mátann“, með fimm umferðum af sérvalinni olíu sem gefur þeim sérstöðu og glæsileika.

Borðin er hægt að fá í mismunandi stærðum, efnum og breidd og lengd. Vertu í sambandi við okkur og sjáum hvað við getum gert fyrir þig.

Með hverju borði fylgir gleði og blessun fyrir alla þá sem við það sitja og þær veigar sem á því verða bornar fram.

Home page

KOPARLJÓS OG GJAFAVÖRUR

KOPARLJÓS OG GJAFAVÖRUR

Við getum nú boðið upp á einstaklega falleg og handunnin koparljós í ýmsum stærðum. Fallegir hlutir auka andann og gera lífið fallegra.  Ljósin eru hönnum af vinum okkar í Danmörku og framleidd á Bali. Okkur finnst gaman að geta boðið upp á einstaka og vandaðar vörur fyrir vini okkar og viðskiptavini.
LJÓSÁLFURINN

LJÓSÁLFURINN

MORSÖ

MORSÖ

Svart í 160 ár!

Morsø byrjaði þegar Niels Andreas Christensen stofnaði Morsø steypuna árið 1853 og framleiddi hann allt frá hesthúsgluggum, grafkrossum og verkfæra til potta og panna.

Viðarbrennarar og flísarofnar komu fyrst um aldamótin 1900, þegar Morsø fór að framleiða og útvega ofna til skóla, kirkna, járnbrauta, ráðuneyta og ekki síst til dönsku konungshallarinnar. Þetta kom Morsø á kortið í Danmörku og árið 1915 hlaut Morsø hinn eftirsótta titil konunglegu hirðarinnar.

Í dag hefur Morsø þróast í alþjóðlegt hönnunarfyrirtæki sem færir heimilum um allan heim hlýju og þægindi.

Árið 2015 setti Morsø á markað alveg nýja línu af eldhúsbúnaði sem eykur upplifunina bæði í eldhúsinu og við borðið og auðvitað úr svörtu steypujárni eins og allar aðrar vörur frá Morsø.

Árið 2012 setti Morsø á markað fyrsta Forno útiofninn sinn, sem er uppspretta athygli, frábær fyrir matargerð og nú þegar orðinn hönnunartákn.

VÆNTANLEGT HJÁ JAX HANDVERK Í FEBRÚAR

ÚTIBORÐ OG BEKKIR

ÚTIBORÐ OG BEKKIR

JAX HANDVERK útiborðin saman standa af tveimur bekkjum og einu borði. Borðin og bekkirnir eru unnin úr húsþurrkaðri hvítri eða grænni furu, lerki eða Origon Pine. Þau eru hönnuð til að þola allar íslenskar árstíðir, eiga að vera úti allt árið um kring. Staðalútgáfa borðanna er 2,20m x 90cm en hægt er að fá þau smíðuð upp í allt að fimm metra lengd. Bekkirnir eru jafn langir og um 40cm breiðir.

Hvert borð er smíðað sérstaklega fyrir hvern nýjan eiganda sem vill eiga vandaða og handunna hluti.  Hver nýr eigandi getur fengið settið sitt eins og best hentar.

Með hverju útiborði fylgja 10 til 15 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem við borðin njóta.

ÚTISTÓLAR

ÚTISTÓLAR

JAX HANDVERK ÚTISTÓLAR

Hönnun JAX HANDVERK útistólanna snýst um fegurð, stíl og endingu. Lykilskilyrði er að þeir séu sterkir og endingargóðir. Við bjóðum áfram uppá þessa vinsælu stóla fyrir þá sem vilja hafa stílhrein, sterk og falleg húsgöng í kringum sig.

Þetta eru stólar sem þola allar íslenskar árstíðir.  Sessur eru fáanlegar hjá GÁ húsgögnum í Ármúla 17.