AXEL hægindastóllinn - Reykt eik

239.000 kr
VSK
EFNI:
Reykt eik
Svart málaður

AXEL hægindastóllinn er handunninn og fallegur stóll fyrir þá sem vilja fegra heimilið. Stólinn er hægt að fá í reyktri eik, ljósri eik og svart málaðan, allt eftir smekk og umhverfi.

Ómáluðu stólarnir eru olíubornir með sérstakri áferð sem tryggir glæsileika og kallar fram djúpa og fallega viðaráferð.  Stóllinn er silkimjúkur viðkomu, léttur og meðfærilegur.

AXEL er einstaklega þægilegur að sitja í með mjúkum sessum og hann passar vel á hvaða heimili sem er, hvort sem er einn og sér eða fleiri saman.

Handbragð er mikilvægt og þess vegna leggjum við áherslu á að hvert smáatriði sé meðhöndlað rétt.  Hvert atriði er framkvæmt af alúð og vandvirkni, hver einasta fjöl er valinn sérstaklega fyrir þennan fallega stól.

Hönnuninn er klassísk og stílhrein.

Verðið er án sessa og greiðast þær sérstaklega. Við teljum það auka möguleika kaupandans að hafa þann lit og áferð sem hann kýs á sessum.  Þannig tryggjum við að hver kaupandi hafi einstakan handunninn hægindastól sem passar fullkomlega á heimilið.

Stóllinn er einungis smíðaður eftir pöntun og er afgreiðslutími ca. 4 vikur.

AXEL er hægt að fá með þeim áklæðum sem sýnd eru á myndunum.

Verð á sessum með leðuráklæði er kr. 69.300 - með tauáklæði kr. 46.600.

Ef þessi áklæði henta ekki, er hægt að skoða úrval og fjölda lita hjá GÁ Húsgögnum í Ármúla 19 - www.gahusgogn.is


Translation missing: en.general.back_to_top