ERGOFOCUS ETANOL ARINN

2.690.000 kr
VSK
LITUR:
SVARTUR
HVÍTUR

JAX HANDVERK Í SAMVINNU VIÐ FOCUS KYNNIR BYLTINGU Í ELDSTÆÐUM FYRIR HEIMAHÚS OG FYRIRTÆKI.  ENGIN STROMPUR - ENGIN REYKUR - ENGIN ASKA

Hinn heimsþekkti arinn Ergofocus er nú fáanlegur í öruggri etanol útgáfu. Nú þarf engan stromp, flókna hönnun og dýra uppsetning eða rof á þaki.  Þú einfaldlega finnur besta staðinn á heimilinu, pantar Ergofocus etanól og setur hann upp!* Afgreiðslutími ca 6 til 8 vikur.

UPPHENGDUR OG SNÚANLEGUR Í 360 GRÁÐUR
Eins glæsilegir og áður með sinni upphengdu hönnun, eru Ergofocus, Gyrofocus og Domofocus nú fáanlegir í útgáfu sem notar 100% öruggt lífrænt etanól sem eldsneyti.

Þessi nýjung er fyrst og fremst bylting hvað varðar frelsi við uppsetningu. Með því að sleppa reykháfi og þörfinni fyrir uppsetningu og tengingu sem slíkt myndi krefjast (ef aðstæður leyfa), er nú hægt að setja Focus arna upp hvar sem er: í íbúðum án strompa, á hvaða hæð sem er, á hótelum, veitingastöðum, verslunum eða á svæðum þar sem brennsla á timbri er jafnvel bönnuð.

Val á lífrænu etanóli veitir áður óþekkt frelsi við uppsetningu og eykur möguleika fyrir þá sem elska hönnun eða þá hlýju sem arinn veitir. Þessi lína, þróuð í samstarfi við franska sérfræðinga hjá Ignisial Paris. Brennarinn, sem er rafdrifinn og 100% öruggur, er stjórnað með fjarstýringu.

ÖRUGGT
Ergofocus etnól eldstæðið er með rafræna áfyllingardælu og sérstaka vörn sem kemur í veg fyrir áfyllingu eða kveikingu meðan arininn er heitur.  Auk þess eru yfirfallskerfi og innbyggður CO2 skynjari sem tryggja öryggi við notkun.

FALLEGT
Brennarinn er sérstaklega hannaður til að líkja fullkomlega eftir hefðbundnu viðareldstæði og í samræmi við grunnhönnun Ergofocus.

Leikur loganna verður nákvæmlega eins og viðarbruni þar sem keramikkubba eru nákvæm eftirlíking af raunverulegum viðareldi. Ergofocus etanól eldstæðið gefur frá sér góðan hita og þannig verður upplifunin eins og um venjulegan arinn sé að ræða.

Önnur mikilvæg nýjung er að brennarinn hefur verið hannaður þannig að hægt er að uppfæra eldri arin með opnu viðareldstæði. Eldstæðið getur verið breytt í lífrænt etanólbrennara með því að fjarlægja grindina sem notuð var fyrir viðarkubba og hreinsa reykháfinn. Þetta verður að framkvæma af viðurkenndum söluaðila. Þessi uppfærslukerfi er áhrifarík lausn á öllum svæðum þar sem reglur takmarka viðareldstæði.

FOCUS, ALÞJÓÐLEGT HÖNNUNARFYRIRTÆKI
Upphaflega Ergofocus eldstæðið var hannað í Frakklandi og hefur verið framleitt þar í 50 ár, en um allan heim hefur Focus hrist upp í hönnun með nýjungum sínum. Focus var fyrst til að færa arninn frá veggnum inn í miðju herbergisins, sem gerir hann að þungamiðju heimilisins.

Tæplega 150 starfsmenn vinna hjá Focus á tveimur stöðum: Languedoc og Provence í Suður-Frakklandi. Focus hefur unnið fjölda alþjóðlegra hönnunarverðlauna og sigurgangan heldur áfram.

ETANÓL
Hönnun og framleiðsla brennarans sem notaður er í Ergofocus eru 100% frönsk. Enn fremur mælir Focus með notkun Aluflam lífræns etanóls frá Ignisial Paris, sem er lyktarlaust og litlaust eldsneyti unnið úr sykurrófum sem eru ræktaðar og eimaðar í Frakklandi, í héraðinu Champange

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar: jax@jax.is eða 699 2000.

*Verð miðast við arinn í 2,50m lofthæði festann í steinloft.  Uppsetning er ekki innifalin. Ergofocus Etanól þarf að vera í rými sem er ekki minna en 150 rúmmetrar og loftskipti þurfa að vera amk einu sinni á klukkustund.

Hér er hægt að hlaða niður eftirfarandi skjölum:
- Fréttatilkynning UK
- Tæknilegar upplýsingar
- Uppsetning
- CAD skjöl fyrir teikningar

Translation missing: en.general.back_to_top