KLAPPARINN er án efa skemmtilegasta varan frá JAX HANDVERK. Stóllinn er léttur og skemmtilegur passar nánast hvar sem er: Einn og sér, við matarborð, við varðeldinn.... möguleikarnir eru nánast óendanlegir.
Stóllinn er meðfærilegur, fallegur og stílhreinn og lagar sig eiginlega sjálfur að aðstæðum, sem eru eins fjölbreyttar og heimilin eru mörg. Þægindi og ending er algjört skilyrði þegar kemur að vörum frá JAX HANDVERK. KLAPPARINN fellur undir þá skilgreiningu.
Ekki þarf að taka það fram að KLAPPARINN þolir allar íslenskar árstíðir og elskar að vera úti. Hann er unnin úr húsþurrkaðri hvítri furu/birki.
KLAPPARINN passar einstaklega vel við borðin ÞORPARANN, KLASSÍK og MANDALA, sem eru öll fallegt og sterkt útiborð og bekkir frá JAX HANDVERK.
ATH: Stóllinn er afhentur ómálaður og tilbúinn til litunar og olíu. Hann má vera úti allt árið um kring en mælt er með amk einni glærri olíuáferð á ári til að tryggja endingu.
Með hverjum stól fylgja 3 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem í honum sitja.