Útirými í samhljómi við náttúruna
ATH.: Corradi garðhúsin eru snérsniðin fyrir hvern og einn viðskiptavin. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar og við tökum saman verð í framhaldi. Corradi garðhús eru ekki gróðurhús - þau eru sérhönnuð fyrir skemmtilegar stundir og ánægjulega upplifun.
Alba er létt og einföld að hönnun, með fáguðu útliti sem bætir og eykur möguleikana í garðinum. Alba er útbúin hreyfanlegum blöðum sem hægt er að stilla allt að 150° til að stýra birtu, skugga og loftflæði á náttúrulegan hátt, sem aftur hefur áhrif á hitastigið. Þegar þakið er fullkomlega lokað er það vatnshelt, og vatni er veitt burt með rennum sem eru innbyggðar í burðarsúlurnar. Alba er vinsæl hjá frændum okkar í Noregi, Finlandi og öðrum löndum í Skandinaviu.
Að sitja útu og njóta lífsins í fallegu garðhúsi
Litasamsetning gólfefna markar og aðgreinir notkunarsvæðin. Ljósari viðurinn – með nuddpotti frá Jacuzzi – myndar andstæðu við dökkt parket í setusvæðinu og grænan grasflötinn umhverfis, sem skapar rólega og notalega stemningu.
Auk rennihurða úr gleri er hönnunin með mjúkum gardínum úr akrýlefni og sjálfvirku stjórnkerfi sem hægt er að stjórna með snjallsíma.
Útirýmið verður þannig vettvangur þar sem náttúra og arkitektúr vinna saman, mynda jafnvægi og upphefja hvort annað – og skapa andrúmsloft þar sem inni og úti renna saman í ljósi, litum og skuggum.
Garðhús skapar hið fullkomna umhverfi fyrir notalega og ógleymanlega stund í sólinni, kvöldstund á fallegu íslensku sumarkvöldi eða undir stjörnubjörtum himni á vetrarkvöldi. Láttu þig dreyma – og láttu þig freistast.
Corradi garðhús eru eingöngu sérpöntuð samvæmt teikningu. Húsin er hægt að fá í fjölda útgáfa, lita, með og án ljósa og fl. Verðdæmi: Einfalt 15fm hús kostar frá þremur milljónum.
Hlekkur á heimasíðu Corradi / Alba: https://www.corradi.eu/en/products/bioclimatics/alba
Hlekkur á bækling um Alba
https://www.corradi.eu/getattachment/db1c6fe4-d5d9-434c-a47a-ae2807f5fdca/the-outdoor-heroes_alba-bioclimatic.pdf