EINARSSON
EINARSSON BEKKURINN er hannaður og smíðaður upphaflega árið 1956 af langafa, Jóni Einarssyni frá Berjanesi í Vestmannaeyjum. Hann var sjálfsmenntaður smiður og vann á Tanganum í Vestmannaeyjum um árabil. Þannig komst hann í afgangstimbur sem oft voru pakkningar fyrir vörur sem Tanginn flutti til Eyja. Það efni notaði hann til að gera kistla og aðra nytjahluti sem oft voru vinsælir til gjafa í Vestmannaeyjum. Það er rétt að minna á að allt efni í bekkinn var handunnið, hver stroka og hver bogi var gerður með handverkfærum.
Afabekkinn gerði langafi fyrir börn sín og barnabörn og mamma fékk sinn bekk þegar hún fermdist 1956. Sá bekkur er enn til og er í sýningarsal JAX HANDVERK.
Við höfum nú endurgert þennan frábæra bekk af mikilli nákvæmni. Við höfum fylgt hverri línu frá upphaflega bekknum, og þannig virt að fullu upphaflega hugmynd langafa af einföldum og skemmtilegum bekk, sem hafa má bæði úti og inni.
Bekkurinn kemur í eik, reyktri eik, lerki og mahogany og blönduðu efni, líkt og upphaflegi bekkurinn. Hægt er að fá hann málaðan svartann. Hann er 1,40 á breidd.
Bekkurinn er ekki til á lager og afgreiðslutími er ca 2 vikur.
Sérstakar þakkir við þróun og endurgerð fá:
Jón Backman, Hallgrímur G. Magnússon og Ástþór Óli Hallgrímsson
Um Jón Einarsson og Ölöfu Friðfinnsdóttur
Jón Einarsson í Berjanesi við Faxastíg 20, smiður fæddist 13. júní 1895 í Fljótakróki í Meðallandi í V.-Skaftafellssýslu. Jón var með foreldrum sínum í Fljótskróki til 1902, á Kárastöðum í Landbroti 1902-1905, á Fossi í Mýrdal 1905-1919, vinnumaður þar 1919-1922. Hann flutti til Eyja 1922, var verkamaður, síðar smiður hjá Gunnari Ólafssyni og Co og annaðist viðgerð báta og húsa. Hann giftist Ólöfu Friðfinnsdóttir 1925 og eignuðust þau fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.
Kona Jóns, (30. maí 1925), var Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja, f. þar 11. desember 1901, d. 5. nóvember 19Jón Einarsson Vinur minn, Jón Einarsson frá Berjanesi í Vestmannaeyjum, er látinn. Hann kom ungur til Eyja, með foreldrum sínum og ungri bróður dóttur. Fjölskyldan átti rætur að rekja austur í Meðalland, en kom nú frá Fossi í Mýrdal. Strax var tekið til við að reisa sér hús og lágu þar fyrst saman leiðir fjölskyldna, semáttu eftir að deila vináttu og vandaum langa ævi.
Jón fór fljótlega að vinna hjá vaxandi fyrirtæki í útgerð og vinnslu, Gunnari Ólafssyni og Co. Hann var fjölhæfur smiður sem annaðist viðhald báta og húsa hjá fyrirtækinu.
Þegar árin færðust yfir sneri hann sér að smíði nytjahluta, sem báru listfengi hans vitni. Þessara hluta nutu margir, því kærleikur hans var gjafmildur.