MÖRSO MINI Eldstæði

39.900 kr
VSK
Mörsö Mini Eldstæðið er hannað af Klaus Rath af virðingu fyrir eldinum og innsýn í einfaldleika lífsins. Þetta fallega eldstæði augljós kostur til að eyða hlýlegum og notalegum fjölskyldutíma fyrir framan eldinn - eða bara til að skreyta fallegn garð..

Morsö Fire Pot er úr járni, húðaður með hitaþolinni málningu og hannaður með hagnýtri framrúðu.

Hægt að nota sem grill með Tuscan grilljárni

Hönnun: Klaus Rath

Þyngd: 14 kg

Stærð: H: 557 mm – Þvermál efst: 449 mm – Þvermá botn: 256 mm


Fallegt og rómantískt

Fallegt og rómantískt

Það er ekkert eins vinarlegt og að sitja við viðareld á síðkvöldi. Búbblan passar hvar sem er og skapar skemmtilega rómantíska stemningu.

Snarkið í eldinum undirstrikar stemminguna og Búbblan rammar inn rómantíkina við að sitja úti og njóta lífsins.

Einfaldleiki í hönnun og smekkleg framsetning eru einkenni Focus, sem hafa í fjölda ára hannað og framleitt úti-eldstæði og arna fyrir heimili og hótel.

Búbblan býður upp á fjölmarga möguleika þegar kemur að skipulagningu á garðinum. Ein og sér er hún falleg á síðkvöldi, eða nokkrar saman sem ramma inn umhverfið.

Christophe Ployé

Christophe Ployé

Í yfir 15 ár var Christophe Ployé einn nánasti samstarfsmaður stofnanda FOCUS, Dominique Imbert

Í dag leiðir Christophe hönnunarstarf FOCUS og vinnur að því að tryggja áframhaldandi þróun og nýsköpun.

Christophe, útskrifaðist úr tæknihönnun meðfram námi í vélaverkfræði, frá European Institute of Design, Toulon í Frakklandi.

Heimasíða Focus:

https://www.focus-fireplaces.com/

Sterk og falleg

Sterk og falleg

Búbblan er gerð úr stáli sem er húðað með sérstöku verjandi efni sem tryggir fallegt útlit og endingu.

Búbblan er 70cm í þvermál, um 50 Kg og með tveimur sterkum gúmmíhjólum sem gerir það létt að færana til.

Sérstök "vagga" er undir viðarkubbana, sem auðveldar þrif og viðhald.

ATHUGIÐ; BÚBBLAN SKILUR EKKI EFTIR SIG FAR Á PÖLLUM EÐA STÉTTUM. HÚN ER 5MM FRÁ YFIRBORÐI AUK ÞESS SEM NÁNAST ENGINN HITI ER FYRIR NEÐAN ELD-VÖGGUNA!

Smelltu hér fyrir spurt og svarað um Búbbluna

GULL VERÐLAUN

GULL VERÐLAUN

Focus fékk hin virtu Þýsku hönnunarverðlaun 2022, fyrir Búbbluna. En hún þótti skara framúr fyrir nýstískulega og frumlega hönnun.

Þýska hönnunarráðið og þýska efnahags- og orkumálaráðuneytið eru í forsvari fyrir verðlaunin sem heiðra bestu verkefnin á hverju ári.

Ábyrgð og viðhald

Ábyrgð og viðhald

Búbblan er í ábyrgð í tvö ár frá afhendingu. Ábyrgðin nær yfir galla í hönnun, bygginga- og framleiðslugalla.

Ábyrgð tekur ekki til skemmda eftir að notkun hefur hafist eða til slysa sem skapast af notkun.

Ytra byrði er undanskilið ábyrgð.

Létt viðhald á ytra byrði gæti þurft á líftíma Búbblunnar og til að tryggja bestan árangur og skal eingöngu nota Focus málningarspray, sem fylgir.

Hér má sjá hvernig Búbblunni er viðhaldið:

https://www.youtube.com/watch?v=ulCjsEieFAo

Hér eru stærðir

Hér eru stærðir

Hún lætur ekki mikið yfir sér, en hún er samt um 50 kíló, 70cm í þvermál og 63 cm á hæð.

Á myndinni hér við hliðina sérðu að hún snertir ekki flötinn sem hún hvílir á því hjólin tryggja að hún haldi alltaf 5mm fjarlægð frá jörðu.

Viðarkubbarnir og eldurinn er einungis efst í vöggunni og því hitnar hún ekki að neðan.

Translation missing: en.general.back_to_top