Að velja efni í borð, bekki og stóla

Að velja efni í borð, bekki og stóla

Þegar velja á útihúsgögn eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: Úr hvaða efni eiga húsgögnin að vera og hvernig er best að verja þau?

JAX HANDVERK borð, bekkir og stólar eru framleidd úr ljósri eða grænni furu og rússnensku lerki. 

Ljós fura er gott efni að vinna úr en það þarf að gefa henni mikla olíu að drekka.  Hún kemur óvarin með öllu og því mikilvægt að gefa henni góða vörn og eða lit a.m.k. annað hvert ár.

Græn fura (pallaefni) þarf minni vörn eða lit og getur veðrast úti í mörg ár án þess að þurfa sérstakt viðhald. Vissulega lengir olía líftíma grænnar furu.

Ljós og græn fura er sama efni í grunnin, nema hvað grænu (gagnvörn) efni hefur verið þrýst inn í viðinn undir þrýstingi.

Furan endist almennt vel sé henni vel viðhaldið og borð og bekkir úr slíku efni geta hæglega endst í áratugi, án þess að hafa af því miklar áhyggjur.

Það hefur aukist að viðskiptavinir óski eftir því að fá útihúsgögnin sín unnin úr lerki.  Lerkið er ákaflega þétt og feitt efni sem í sjálfu sér þarf ekki að bera mikla olíu á. Margir kjósa að leyfa lerkinu að grána náttúrulega og fá þannig náttúrulegan gráma. Lerki má líka lita með olíu.

Helsti kosturinn við lerki er hversu feitt og þungt það er. Þéttleiki þess gerir það að verkum að vatn á erfitt með að komast inn í viðinn.  Lerki er gríðarlega þungur viður og harður og erfiður að vinna úr. Síðast en ekki síst - lerkið er dýrt, en það endist.... endalaust!

Translation missing: en.general.back_to_top