Búbblan fær þýsku hönnunrverðlaunin!

Búbblan fær þýsku hönnunrverðlaunin!

BÚBBLAN hlaut GULL fyrir „Framúrskarandi vöruhönnun” í flokknum „Garðrækt og útivist“ hjá Þýsku hönnunarverðlaununum. 

Hin virtu Þýsku hönnunarverðlaun hafa heiðrað nýstárlegar vörur og verkefni sem og framleiðendur og hönnuði í þýska og alþjóðlega hönnunariðnaðinum síðan 2012. Þýska hönnunarráðið (Rat für Formgebung) og þýska efnahags- og orkumálaráðuneytið eru í forsvari fyrir verðlaunin sem hafa það að markmiði að finna, kynna og heiðra bestu verkefnin ár hvert.

„BÚBBLAN fangar athyglina strax við fyrstu sýn með sínu látlausa og fallega útliti - skýrum og óbrotnum línum. Hönnun hennar endurspeglar anda FOCUS fyrirtækisins sem hefur framleitt einstaka, tímalausa hönnunargripi í yfir 50 ár. 

Sumir segja að mjúkar línur séu aftur að koma í tísku - og það komi sér vel fyrir BÚBBLUNA - en hönnunargripir FOCUS hafa aldrei elt tískustrauma. Náttúruleg hringlaga lögun BÚBBLUNNAR hefur sterka tengingu við uppruna okkar og mun án efa veita okkur innri ró.“        - Christophe Ployé hönnuður Búbblunnar

Translation missing: en.general.back_to_top