Spurt og svarað um Búbbluna
Búbblan hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarið og það er óhætt að segja að ekkert eldstæði er vinsælla á Íslandi. Fyrir þá sem eru enn að velta fyrir hvort Búbblan sé fyrir þá, þá eru hér svör við algengum spurningum um Búbbluna:
Er Búbblan íslensk?
- Nei, hún er framleidd í Frakklandi af fyrirtækinu Focus Fireplaces. Focus hefur framleitt inni- og úti eldstæði í yfir 50 ár og er leiðandi á sínu sviði. Hægt er að sjá heimasíðu fyrirtækisins hér
Af hverju er Búbblan svona dýr - er svona mikil álagning?
- Hið fallega útlit Búbblunnar næst af því hún er unnin frá grunni í höndunum alla leið. Það er ekki hægt að ná fram þessum fallegu línum og óaðfinnanleika með fjöldaframleiðslu í vélum. Búbblan kostar mikið í innkaupum og við höfum mjög takmarkaða álagningu. Hún kostar t.d. 2.240 evrur á Íslandi, 2.660 í Danmörki og 3.315 evrur Noregi. Í USA kostar hún yfir 3.000 USD. Búbblan er í raun listmunur og því er ekki hægt að bera hana saman við önnur eldstæði, hvorki í verði né gæðum.
Verður Búbblan ryðguð með tímanum eða heldur hún útliti sínu?
- Ekkert undir sólinni nær að halda upprunalegu útliti sínu og náttúruöflin vinna á hverju því sem þau ná til. Búbblan er hinsvegar varin með sterkum efnum sem á að tryggja sem best upprunalegt útlit hennar. Eldur hefur alltaf áhrif á umhverfi sitt og ef Búbblan fær ekki góða umhirðu er viðbúið að hún missi ferskleika sinn og fegurð. Hinsvegar ef hún er varin og vel við haldið, þá mun hún halda ferskleika og veita ánægju um ókomna framtíð.
Koma för á pallinn eða stéttina af Búbblunni?
- Nei. Búbblan er búin tveimur gúmmíhjólum sem gerir það auðvelt að færa hana til. Hún er svo létt á sér að hver sem er getur gert það. Vegna hjólanna er u.þ.b. 5-8mm bil á milli Búbblunnar og yfirborðs sem hún hvílir á og þess vegna koma engin för, hvorki vegna hita eða annars.
Hitar Búbblan ekki pallinn hjá okkur og er ekki brunahætta af því?
- Nei. Það sem ekki allir vita, er að viðarkubbar eru aðeins settir efst í Búbbluna í sérstaka vöggu. Allur belgurinn er því ekki fullur af við - aðeins efsti parturinn og því aldrei mikill viður í einu þegar kveikt er upp. Kannski mest fjórir til fimm kubbar í senn. Það þýðir að neðsti og stærsti hluti hennar hitnar aldrei og verður því ekki hættulegur viðkomu eða það heitur að hann skemmi út frá sér.
Fer ekki mikill viður í að kveikja upp?
- Nei. Í hvert skipti sem hveikt er upp, er aðeins notaðir fjórir til fimm viðarkubbar. Síðan er bætt við eftir aðstæðum hverju sinni. Ekki er mælt með því að annað sér brennt í Búbblunni en viðarkubbar og alls ekki nota olíu eða dagblöð við uppkveikju.
Er Búbblan bara í einni stærð?
- Já. Búbblan kemur einungis í einni stærð. Hún er um 50kg að þyngd, 70cm í þvermál og 62cm að hæð. Mjög meðfærileg og auðveld í allri notkun.
Er hægt að vera með Búbbluna á svölum?
- Það er eins og með allan opinn eld, hvort sem hann er á gasgrilli, kolagrilli, útikertum eða öðru, eldur er alltaf hættulegur ef hann er án eftirlits og ef ekki er rétt farið með. Íkveikjur eða óhöpp eru ekki grillum eða eldstæðum að kenna, það er vegna þess að óvarlega er farið eða mistök eru gerð. Aðstæður geta verið þannig að Búbblur geta hæglega verið á svölum þar sem eldur Búbblunnar er aldrei mikill. Sumir viðskiptavina okkar nota Búbblurnar sínar á svölum og það hefur reynst vel. Það verður hver og einn að svara þessari spurningu fyrir sig, en við mælum alltaf með að farið sé með opinn elda af mikilli virðingu og varúð.