AGHER frá FOGHER - ÚTIELDHÚS
Ítalska AGHER útieldhúsið er fjölhæft, fallegt og vel hannað til að vera miðpunktur í skemmtun og gleði utandyra. Það er fullkomið fyrir hvaða rými sem er innandyra eða utan. Það býður upp á fjóra einstaka liti: - Obsidian, Sienna, Ancient Sage, Material Silk. Elhúsið er útbúið innbyggðu FOGHER grilli og tveimur rýmum sem hægt er að sérsníða með vaski, eldunarhellum/gasi eða skurðarbretti.
Eldhúsið er samsett úr ryðfríu, lituðu stáli og þolir að vera úti allt árið um kring. Hægt er að fá ábreiðu yfir eldhúsið.
AUKAHLUTIR FYRIR AGHER ÚTIELDHÚS
GASHELLUBORÐ
Foster gashelluborðið er með þremur brennurum og notar allt að 25% minni orku. Þannig tryggir það hagkvæmni og umhverfissjónarmið í sérhverri matreiðslu.
SPAN HELLUBORÐ
Induction helluborðin bjóða upp á háþróaða tækni. Þau nema hvernig pottar eru notaðir og reikna út yfirborð og hámarka þannig orkunýtingu fyrir skilvirka og nákvæmari eldun.
ELDHÚSVASKUR ÚR RYÐFRÍU STÁLI
Ryðfríi stálvaskurinn er nauðsynlegur í eldamennsku utandyra. Hann er endingargóður og veðurþolinn, og með ryðfríu blöndunartækjunum sameinast glæsileiki og hagkvæmni.
Corian® SKURÐARBRETTI
Corian® skurðarbrettið er í senn glæsilegt og slitsterkt. Efnið er bletta, högg- og rispuþolið og tilvalið fyrir eldhús. Undir brettinu er bakki úr ryðfríu stáli sem eykur hagkvæmni og notagildi.
ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI ÚR RYÐFRÍU STÁLI
Vitrifrigo kæli- og frystiskápurinn er meira en bara heimilistæki; hann er miðpunktur Fogher útieldhússins og eykur matarupplifunina utandyra til muna.
Verð á grunneiningu ("Base Unit" - útieldhús án aukahluta) frá kr. 1.629.000
Hugmyndin um útieldhús snýst um að sameina alla eiginleika eldhússins innanhúss sem best. FOGHER útieldhús er ekki aðeins byggt úr ryðfríu stáli, heldur er það fyrst og fremst hugsað og hannað til að auka ánægju og gleði. Hægt er að stilla saman fjölda eininga í samræmi við þarfir hvers og eins, og að auki hægt að velja viðeigandi fylgihluti og eldunartæki til að búa til fullkomið eldhús utandyra.
Þeir sem hafa fyrir ástríðu fyrir góðum mat og vilja hafa umhverfið aðlaðandi, fá útrás fyrir ástríðuna í útieldhúsi frá FOGHER.
Afhendingartími frá FOGHER er 2-4 vikur, eftir útfærslu. Flutningur frá Ítalíu bætist við þann tíma en er ca 10 dagar. Sérfræðingar FOGHER aðstoða við samsetningu og gefa góð ráð við skipulag og pöntun.
Upplýsingar eru veittar í 699 2000 og jax@jax.is