












VIGNIR
VIGNIR – Hrein og tímalaus hönnun
VIGNIR er nýjasta útiborðið frá JAX Handverk – einfalt, stílhreint og traust. Tveir bekkir fylgja með, því borð og bekkir eiga vel saman.
Hrein form – sterk bygging
Borðið er hannað með einfaldleika að leiðarljósi. Hreinlegar línur og vönduð festingalausn gera það bæði stílhreint og stöðugt – án þess að þurfa sérstakar stífur.
Efni og frágangur
-
Staðalstærð borðsins er 240 cm x 90 cm
-
Bekkir eru jafnlangir og um 35 cm á breidd
-
Smíðað úr 45–50 mm þykkum Aski eða Lerk – einnig fáanlegt í eik
-
Fætur eru úr 4 mm galvaniseruðu stálprófílum, svartir með pólýhúð – endingargóðir og stílhreinir
Fyrir íslenskar aðstæður
VIGNIR er sterkt og þungt borð sem stendur af sér veðrið – og má vera úti allt árið. Með reglulegri olíuáferð heldur það fegurð sinni og styrk til langs tíma. Við mælum með að bera olíu á borðið einu sinni á ári.
Borðið er afhent ómálað og tilbúið til litunar!
Sérsmíðað – fyrir þig
Hvert VIGNIR-sett er handsmíðað eftir pöntun og aðlagað að þínum þörfum. Því eru borðin aldrei til á lager – heldur smíðuð sérstaklega fyrir hvern nýjan eiganda. Viltu að breyta lengd eða breidd? Við finnum lausn sem hentar þínu heimili eða sumarhúsi.
Með hverjum VIGNI fylgja 12 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem við borðið nýtur.

VIGNIR
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur. Við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er, innan 24 klukkustunda á virkum dögum.
Hafðu samband