




BIRTA
BIRTA frá JAX HANDVERK var hannaður með það í huga að vera mjúkur og þægilegur að sitja í. Það er þægilegt að standa upp úr honum og sessur þurfa að vera þykkar.
Þessi stóll vill vera úti allt árið um kring. Hann er sterkur, þungur, endingargóður og traustur og þannig þolir hann allar íslenskar árstíðir. Hægt er að fá fótskemil fyrir þennan stól.
Stóllinn kemur í tveimur viðartegundum: lerki og eik. Hann er samsettur með sterkum ryðfríum stálskrúfum, sem tryggir langa endingu og lítið sem ekkert viðhald.
Viðartegundir
LERKI, er sterkt og stökt efni sem hefur mikla endingu, þyngd og styrk. Margir velja að bera jafnvel ekkert á lerkið og leyfa því að grána. Olía er alltaf góð fyrir við og tryggir langa endingu. Ending lerkis er mælt í tugum ára ef því er vel viðhaldið.
EIK, er klassískur viður í húsgögn, bæði inni og úti. Gríðarlega sterkur viður en um leið mýkri en t.d. lerki. Ending Eikar er á pari við við Lerki og hefur fallega áferð. Jafnan er talið að Eik sé það lang besta sem hægt er að hafa í húsgögnum.
Stóllinn eru framleiddur eingöngu fyrir þá sem vilja eiga vandaða og handunna hluti og hver stóll er sérstaklega settur saman fyrir nýan eiganda. Hann er ekki lagervara.
ATH: Stóllinn er afhentur ómálaður og tilbúinn til litunar og olíu. Eikarstólar eru afhentir með einni umferð af olíu. Hann má vera úti allt árið um kring. Mælt er með amk einni glærri olíuáferð á ári til að tryggja endingu.
Stóllinn kemur ekki með sessum. Hægt er að fá sessur eins og sýndar á myndinni í ýmsum litum og gerðum. hrindandi áklæði. Við mælum sérstaklega með sessum frá GÁ Húsgögnum í Ármúla 19 - www.gahusgogn.is. Þeir hafa upplýsingar um stærð og gerð stólsins.
Með hverjum stól fylgja 8 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem í honum sitja.
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur. Við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er, innan 24 klukkustunda á virkum dögum.
Hafðu samband