ByLOGSTRUP - DÖNSK ÚTIELDHÚS

449.000 kr
VSK
STÆRÐIR: 1 Skapaeining
LITIR: Taupe Gray
Með eða án vask einingar: Engin vaskur

Dönsku útieldhús frá ByLogstrup hafa eru hönnuð og prófuð til að standast öll íslensk veður. Þau ryðga ekki eða tapa lit með tímanum. Eldhúsið er á hjólum, þannig að það er auðvelt að færa það til.  ByLogstrup útieldhús eru fáanleg í 6 litum, nokkrum borðplötugerðum og 4 stærðum.

Hægt er að fá eldhúsin með innfeldu grilli (50 og 75cm) frá Fogher á Ítalíu.

VERTU NÆR GESTUNUM ÞÍNUM
Fallegt og vel skipulagt útieldhús skapar sjálfkrafa meiri nánd á milli gesta og þeirra sem sjá um eldamennsku. Útieldhúsið verður miðpunkturinn. Burtséð frá því hvort sem til staðar er verönd, þakverönd, garður eða önnur útiaðstaða sem hentar til að borða utandyra, þá ryður frá ByLogstrup brautina fyrir útiveru, frumlegheitum í matreiðslu og afslöppuðu andrúmslofti.

4 ÁRA ÁBYRGÐ OG EKKERT VIÐHALD
Útieldhús frá ByLogstrup er hannað í einstaklega endingargóðum efnum: Skápar, hillur og ytra byrði er úr stáli sem er dufthúðað með sinkefni sem ryðgar ekki eða breytir karakter með tímanum. Skáparnir eru þéttur, lokast alveg og því er hægt að geyma t.d. eldivið eða eldhúsáhöld allt árið um kring. Eldhúsin eru á sterkum plast hjólum og auðvelt að færa til.

Borðplatan er úr Kerrock efni, sem er UV-þolið og fyrirferðarlítið plastefni sem er einnig hita-, rispu- og skurð-þolið.  4 ára ábyrgð á hliðum, hurðum og borðplötum þegar þú kaupir útieldhús frá ByLogstrup.

BYLOGSTRUP ÚTIELDHÚS FÁST EINGÖNGU SÉRPÖNTUÐ.  AFGREIÐSLUTÍMI 3-5 VIKUR

Dönsku ByLogstrup útieldhúsin eru fáanlegt í þremur stærðum með einum, tveimur eða þremur skápum. Einnig er hægt að fá s.k. grillskáp sem er aðeins lægri og hentar þvi vel fyrir útigrill þar sem skápurinn er aðeins 70cm hár.

Allt útieldhúsið er úr veðurþolnu og lituðu stáli sem þolir að vera úti í öllum veðrum, líka þeim íslensku! Skápahurðir eru þéttar, með öruggum læsingum og því er hægt er að geyma áhyggjulaust, eldunaráhöld, diska og annað sem þarf fyrir góða garðveislu á öruggan og þurran hátt í þéttum skápum. Grind skápana er auðvitað úr ryðfríu stáli.

Það eina sem þarf að gera til að halda útieldhúsinu hreinu, er hreinn og blautur klútur og þá er það tilbúið til notkunar á hvaða tíma ársins sem er.

Hillur eru í öllum skápum fyrir utan einingu með innbyggðum vaski. Hægt er að stilla hæð á hillum eftir þörfum.  Hönnunin er mínimalísk með „mjúku“ útliti og ávölum brúnum. Þar sem eldhúsið getur enst í áratugi, þá verður útlitið líka að vera álíka einfalt og tímalaust.

ByLogstrup útieldhúsin er dönsk hönnun framleidd í Danmörku. Eldhúsin koma samsett og er 3-5 vikna afgreiðslutími. 

VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR
Hægt er að fá ByLogstrup útieldhúsin með vaski fyrir rennandi vatn - Kr. 150.000
Hægt er að fá ByLogstrup útieldhúsin með ítölskum FOGHER FGA 500 FO, kr, 499.000 (Sjá upplýsingar um Fogher hér)

Allar upplýsingar eru veittar í 699 2000 og jax@jax.is 

STÆRÐ, ÞYNGD OG TÆKNIUPPLÝSINGAR
Einn skápur: B: 77.5 | D: 62 | H: 90.5 cm, Þyngd 55kg
Tveir skápar: B: 153.5 | D: 62 | H: 90,5 cm, Þyngd 103Kg
Þrír skápar: B: 230 | D: 62 | H:90,5 cm, Þyngd 155kg
Grill skápur: B: 77.5 | D: 62 | H: 72 cm, Þyngd 48kg

FYRIR FAGMENN - HÖNNUÐI OG ARKITEKTA
Dragðu úteldhúsið inn í nýja bygginguna frá upphafi
Við trúum því að útieldhús snúist ekki bara um hönnun heldur líka um lífsstíl. Nálgun okkar sameinar fagurfræði, virkni og endingu til að búa til útieldhús sem falla að arkitektúr og umhverfi hússins. Frá fyrstu skrefum í hönnun vinnum við náið með viðskiptavinum okkar til að skilja óskir þeirra og þarfir. Við getum útvegar BIM skrár fyrir þrívíddar teikningar eða annað það sem hönnuðir þurfa til að fullkomna teikningar sínar.

Translation missing: en.general.back_to_top