JAX HANDVERK ER UMBOÐSAÐILI FYRIR ALLA FOCUS ARNA OG ELDSTÆÐI Á ÍSLANDI.
Gyrofocus arinninn var hannaður árið 1968 og var fyrsti "sveigjanlegi arinninn", þ.e.a.s. sá sem hægt var að snúa í 360° og sat ekki á gólfinu. Hann er einfaldur í uppsetningu og einfaldur í viðhaldi sem hefur gert Gyrofocus að flaggskipi Focus alla tíð síðan.
Þessi alþjóðlega klassík sem Gyrofocus er, var valin „fallegasta hlutur í heimi“ á Pulchra Design Awards 2009, og keppti þar á móti yfir 100 virtum öðrum hönnuðum. Gyrofocus hefur verið sýndur á Bordeaux Contemporary Art Museum (1996), á National Centre of Contemporary Art í Grenoble (1997) og í Guggenheim safninu í New York (1998).
Hinn heimsþekkti arinn Gyrofocus er fáanlegur til að hafa inni eða úti, auk þess er hann fáanlegur í fyrir viðarbruna, fyrir gas eða 100% öruggu etanóli.
Gyrofocus úti arinn kemur í tveimur útgáfum; svartur og rustic. Hann er auðveldur í uppsetningu og er gerður og má vera úti allt árið. Eðli máls samkvæmt þá er hann festur undir þak skegg og hægt er að snúa honum, bæði til að forðast að vindur fari í eldinn og eins til að þeir sem njóta hafi ávalt besta sætið.
Kynntu þér upplýsingar um verð og ýmsa möguleika hér neðar á síðunni. Við bjóðum þig velkomin á fund hjá okkur til að kynna þér möguleikana. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar: jax@jax.is eða 699 2000.
Hér er hægt að hlaða niður eftirfarandi skjölum:
- Fréttatilkynning UK
- Tæknilegar upplýsingar
- Uppsetning
- CAD skjöl fyrir teikningar
ATH: Uppgefin verð á FOCUS eldstæðum og örnum hér á síðunni miðast við lofthæð 2,7 metra, eða minni og eru hugsuð til að gefa viðskiptavinum hugmynd um verðbil. Uppgefin verð eru mögulega ekki endanleg. Strompar og allur búnaður til notkunnar utandyra, sem tilheyrir eldstæði og arni, er ekki hluti af verði. Uppsetning greiðist sérstaklega og beint til þess aðila sem valinn er til verksins. Hærri lofthæð, sérhönnun festinga, óskir um aðra áferð, eða annað sem óskað er eftir og er ekki hluti af verðútreikningum á netinu, getur haft áhrif á endanlegt verð. Fast verð er gefið upp þegar tekið hefur verið tillit til allra óska og þarfa viðskiptavinar í kaupferlinu og upplýsingar um notkunarstað liggja fyrir.