Hver hefur ekki verið á pallinum, í garðinum eða á svölunum og vantað lítið borð, eða lítinn auka koll við matarborðið í garðinum? LITLI ÁLFURINN er einmitt gaurinn sem alla hefur vantað. Hann er lítlinn og meðfærilegur og hannaður til að þola allar íslenskar árstíðir, þunga og létta rassa og hann er til í að vera borð, stóll eða leikfang, allt það sem nýjum eiganda dettur í hug.
LITLI ÁLFURINN er gerður úr sterkri hvítri furu og til í einni stærð (í CM - 48H x 34B x 24D) og kemur ómeðhöndlaður þannig að nýr eigandi getur valið lit og efni sem passar við önnur húsgögn á pallinum eða á svölunum. Hann er hugsaður til að vera úti allt árið en auðvitað þætti honum gott að vera inni líka, ef einhver vill leika við hann þar!
Með hverjum ÁLF fylgir 1 sólardagur og óendanleg hamingja þeim til handa sem á honum situr.