Ljósálfurinn

109.000 kr
Stærð:
80 cm
120 cm
175 cm
200 cm
Litun:
Nei takk - ekki mála
Já takk - vinsamlega mála

LJÓSÁLFURINN

Þetta er ný frábær hönnun og framleiðsla frá JAX HANDVERK. Fæst í fjórum stærðum.  Ljósálfurinn er handunninn á Íslandi úr besta mögulega efni.  Það er ekkert til sparað.  Hönnunin miðast við að hann geti verið úti allt árið, fjúki ekki um koll og haldi vatni.  Hægt er að vera með raflýsingu eða kerti.

Þungt og sterkt eru okkar einkunnarorð en Ljósálfurinn kemur með steyptum botni til að tryggja að þyngdarpunktuinn sé mestur neðst, það dregur úr hættu á að hann falli við minnsta rok eða snertingu. 

 Eiginleikar og lýsing:

 • Handunnin vara
 • Unnið úr Oregon Pine gluggavið
 • Steyptur botn
 • Fellur ekki í roki* (*80cm - 15m/sek í stöðugum vindi)
 • 4 mm sérsniðið gler
 • Ryðfríar skrúfur
 • Gert ráð fyrir rafljósi
 • Gert ráð fyrir kertum
 • Hægt að fá málað
 • Samtals 38 til 60 KG
 • Sérsmíði - Ekki lagervara
 • Stenst íslenskt veður og vind, sumar og vetur!

Við erum svo viss um styrk og gæði Ljósálfsins, að þú getur verið viss um að við ábyrgjumst hann í undantekningalaust í 50 ár!! (eða meðan ég lifi)

Ábyrgð okkar tekur til: Efnis og samsetningar hafi viðhald og umhirða verið góð.  Við getum ekki ábyrgst; skemmdir vegna veðurs, litunar, eða gler. 

Ljósálfurinn keppir ekki við sambærilegar erlendar vörur, enda eru þær ekki til. Hann er handsmíðaður fyrir hvern og einn og þú þarft ekki að hafa af honum áhyggjur.

Ljósálfurinn er hugsaður sem ljósahús, hvort sem er fyrir rafmagn eða kerti.  Í steinplattann í botninum eru tvö 10mm göt, sem hægt er að þræða í rafþráð. Mælt er með að rafvirki sé hafður með í ráðum fyrir tengingu á rafljósi.  Séu notuð lifandi kerti skal ávalt tryggja að þau séu vel föst við botninn og geti ekki hallast eða dottið. Slíkt getur valdið íkveikju.

Komi Ljósálfurinn málaður er það gert með gluggamálningu frá Slippfélaginu, einni grunnumferð og einni málningarumferð. Líkt og með allt efni sem er berskjaldað fyrir náttúruöflunum mun það gefa eftir og þurfa eðlilegt viðhald. Ljósálfurinn mun þurfa slíkt viðhald.  Sandpappír fyrir staði þar sem málning er farin að flagna, smá frískun að vori lætur Ljósálfinn líta út eins og nýjan!

Þó Ljósálfurinn sé þungur og sterkur og þoli nánast hvaða veður sem er, er hann ekki fullkomlega vatnsþéttur.  Helst getur komist inn vatn með hurð og í gegnum loftop að ofan.  Glerföls eru tiltölulega þétt fyrir vatni og vindi.  Tvö göt eru á steypuplatta sem munu hjálpa til við að losa út vatn, skildi það komast inn í sjálft ljósahúsið.