ATH.: Corradi garðhúsin eru snérsniðin fyrir hvern og einn viðskiptavin. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar og við tökum saman verð í framhaldi. Corradi garðhús eru ekki gróðurhús - þau eru sérhönnuð fyrir skemmtilegar stundir og ánægjulega upplifun.
Meistarinn
Aðalútgáfa Maestro er sjálfberandi álgrind sem hægt er að útbúa með rennanlegu samanbrjótanlegu dúkþaki eða stillanlegum blöðum.Í útgáfunni með stillanlegum blöðum er bitinn aðeins 25 cm á hæð, vatnsrennan er í sömu hæð og bitinn. Skjólveggir (screens) eru innbyggðir og línurnar í hönnuninni eru einstaklega hreinar og fágaðar.Blöðunum má snúa allt að 140°, og hægt er að velja í hvaða átt þau opnast, eftir því hve mikið ljós eða skugga maður vill hafa innan rýmisins.
Framtíðin er að lengj sumarið og njóta lífsins úti
Þegar Maestro er alveg lokað er það vatnshelt – vatninu er veitt burt með innbyggðum rennum og burðarsúlurnar virka sem niðurföll.
Mótorinn er falinn þannig að hann sést ekki, og þegar blöðin eru fullkomlega opin sjást þau aðeins að utan og fara einungis 9,5 cm upp fyrir heildarhæð hússins.
Maestro fæst í öllum litum og áferðum í Corradi litakortinu – og einnig í áhugaverðum tvílita samsetningum sem gefa vörunni eftirtektarverða og óvænta hönnun.
Maestro getur einnig haft LED lýsingu innbyggða í blöðunum sjálfum. Einnig er hægt að koma ljósum fyrir beint í grindinni, sem skapar náið og heillandi andrúmsloft – þannig að þú þarft ekki að hætta útivistinni þó kvöldi taki.
Garðhús skapar hið fullkomna umhverfi fyrir notalega og ógleymanlega stund í sólinni, kvöldstund á fallegu íslensku sumarkvöldi eða undir stjörnubjörtum himni á vetrarkvöldi. Láttu þig dreyma – og láttu þig freistast.
Corradi garðhús eru eingöngu sérpöntuð samvæmt teikningu. Húsin er hægt að fá í fjölda útgáfa, lita, með og án ljósa og fl. Verðdæmi: Einfalt 15fm hús kostar frá þremur milljónum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur. Við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er, innan 24 klukkustunda á virkum dögum.
Hafðu samband
Þjónusta
Við leitust við að þjónusta viðskiptavini allan sólarhringinn
Hröð þjónusta
Afhending samdægurs
Hringdu í okkur
Við erum alltaf með símann opinn
Örugg greiðslugátt
Greiðsluupplýsingar þínar eru unnar á öruggan hátt
Að velja val leiðir til endurnýjunar á fullri síðu.