Morsø Jiko er stórsniðugt eldstæði, gert úr svartmáluðu steypujárni og innblásið af eldunaraðferðum í Afríku. Það hefur fjölmarga notkunarmöguleika bæði til að elda á og líka sem eldstæði á veröndinni. Jiko er nett og meðfærilegt og tilvalið að taka það með í ferðalög ef elda á utandyra. Morsø NAC grillpönnurnar, steikarpönnurnar og Multicocotte pönnurnar, henta allar mjög vel til að nota með Jiko fyrir fullkomna eldun. Eins er hægt að nota Morsö grillrist eða Morsö pizza- og steikarplattann í stað steypujárnshringsins sem fylgir fyrir og nota þannig Jiko sem grill eða steikarpönnu. Jiko er með op á hliðinni sem gerir auðvelt að kveikja upp í og halda logunum gangandi.
Steypujárn hefur alveg einstakan eiginleika til að halda hita í lengri tíma og því má bæði klára að elda matinn með eftirhitanum eða halda heitum meðan á máltíðinni stendur.
Steypujárn er einstaklega endingargott efni sem er nánast óslítandi ef það fær rétta umhirðu og viðhald. Best er að þrífa með mildri sápu þegar járnið er kalt. Þar sem Jiko er útivara er hægt að kaupa hlíf svo það skemmist ekki í veðri og vindum.
Gott er að hafa í huga að steypujárn verður mjög heitt og því mikilvægt að hafa Jiko á yfirborði sem þolir hita.
Jiko eldstæðið hentar bæði fyrir eldivið og kol.
Stærð 32 x 21,5 cm. 14 kg.
Dönsk hönnun. Hannað af: Kok & Berntsen