Paxfocus útiarinn frá Focus er fáanlegur í svörtu og úr meðhöndluðu stáli í ryðlit eins og sést á myndinni.
Þessu eldstæði er ekki hægt að snúa og er það fest við vegg og í loft.
Það er nánast engin takmörk fyrir hvað hæð þeirra getur verið mikil. Á snilldarlegan hátt veita þau góðan yl, þar sem hans er óskað.
Til að hægt sé að gera verðtilboð þurfa að liggja fyrir teikningar af svæðinu þar sem eldstæðið á að vera, þversnið af þaki og helst myndir.
Focus eldstæði eru ekki lagervara - þau eru framleidd sérstaklega fyrir hvern og einn eftir pöntun. Ferlið getur tekið 10 til 12 vikur auk flutnings og uppsetningar.
Focus er margverðlaunað fyrirtæki sem hefur framleitt inni- og úti eldstæði í yfir 50 ár og hefur því gríðarlega þekkingu á öllu því sem tengist uppsetningu og notkun þeirra.
Það er ekkert eins vinarlegt og að sitja við viðareld á síðkvöldi. Búbblan passar hvar sem er og skapar skemmtilega rómantíska stemningu.
Snarkið í eldinum undirstrikar stemminguna og Búbblan rammar inn rómantíkina við að sitja úti og njóta lífsins.
Einfaldleiki í hönnun og smekkleg framsetning eru einkenni Focus, sem hafa í fjölda ára hannað og framleitt úti-eldstæði og arna fyrir heimili og hótel.
Búbblan býður upp á fjölmarga möguleika þegar kemur að skipulagningu á garðinum. Ein og sér er hún falleg á síðkvöldi, eða nokkrar saman sem ramma inn umhverfið.
Í yfir 15 ár var Christophe Ployé einn nánasti samstarfsmaður stofnanda FOCUS, Dominique Imbert
Í dag leiðir Christophe hönnunarstarf FOCUS og vinnur að því að tryggja áframhaldandi þróun og nýsköpun.
Christophe, útskrifaðist úr tæknihönnun meðfram námi í vélaverkfræði, frá European Institute of Design, Toulon í Frakklandi.
Heimasíða Focus:
Búbblan er gerð úr stáli sem er húðað með sérstöku verjandi efni sem tryggir fallegt útlit og endingu.
Búbblan er 70cm í þvermál, um 50 Kg og með tveimur sterkum gúmmíhjólum sem gerir það létt að færana til.
Sérstök "vagga" er undir viðarkubbana, sem auðveldar þrif og viðhald.
ATHUGIÐ; BÚBBLAN SKILUR EKKI EFTIR SIG FAR Á PÖLLUM EÐA STÉTTUM. HÚN ER 5MM FRÁ YFIRBORÐI AUK ÞESS SEM NÁNAST ENGINN HITI ER FYRIR NEÐAN ELD-VÖGGUNA!
Focus fékk hin virtu Þýsku hönnunarverðlaun 2022, fyrir Búbbluna. En hún þótti skara framúr fyrir nýstískulega og frumlega hönnun.
Þýska hönnunarráðið og þýska efnahags- og orkumálaráðuneytið eru í forsvari fyrir verðlaunin sem heiðra bestu verkefnin á hverju ári.
Búbblan er í ábyrgð í tvö ár frá afhendingu. Ábyrgðin nær yfir galla í hönnun, bygginga- og framleiðslugalla.
Ábyrgð tekur ekki til skemmda eftir að notkun hefur hafist eða til slysa sem skapast af notkun.
Ytra byrði er undanskilið ábyrgð.
Létt viðhald á ytra byrði gæti þurft á líftíma Búbblunnar og til að tryggja bestan árangur og skal eingöngu nota Focus málningarspray, sem fylgir.
Hér má sjá hvernig Búbblunni er viðhaldið:
Hún lætur ekki mikið yfir sér, en hún er samt um 50 kíló, 70cm í þvermál og 63 cm á hæð.
Á myndinni hér við hliðina sérðu að hún snertir ekki flötinn sem hún hvílir á því hjólin tryggja að hún haldi alltaf 5mm fjarlægð frá jörðu.
Viðarkubbarnir og eldurinn er einungis efst í vöggunni og því hitnar hún ekki að neðan.